Fyrir mikilvægasta staðinn í veröldinni

Saman gerum við heimilið þitt öruggara. Með örfáum einföldum skrefum finnum við þá Heimavörn sem passar best fyrir þig.

Panta Heimavörn

Hugarró með Heimavörn

Heimavörn er vöktuð allan sólarhringinn og brugðist er samstundis við öllum boðum um bruna, vatnsleka og innbrot. Það veitir ómetanlega hugarró.

Stjórnstöð

Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við öllum boðum.

Búnaður

Fjölmargar leiðir til að gera lífið auðveldara og skemmtilegra með Heimavörn.

Appið

Úr appinu getur þú fylgst með og stýrt öllum aðgerðum hvar sem þú ert og fengið tilkynningar á því sem þú vilt fylgjast með.

Veldu þá Heimavörn sem hentar best

Mánaðargjald

4.990 kr.
Uppsetning 9.900 kr.

Mánaðargjald

6.990 kr.
Uppsetning 14.990 kr.

Mánaðargjald frá

8.490 kr.
Uppsetning frá 19.900 kr.

Heimavörn Snjöll er sérstaklega hentug fyrir íbúðir í fjölbýli með sérinngangi, hæðir og minni sérbýli.

Panta Heimavörn

Bættu þægindunum við líka

Við bjóðum ýmsar leiðir til að létta lífið fyrir íbúana á mikilvægasta staðnum, jafnvel þá sem eru með fjóra fætur.

Lyklavaktin

Hér eftir er enginn úr fjölskyldunni læstur úti. Með Lyklavaktinni getur þú opnað fyrir þínu fólki með appinu, hvar sem þú ert. Engir aukalyklar á flakki.


4.990 kr. uppsetningargjald

29.900 kr.

Dyravaktin

Nú getur þú tekið á móti sendingum, iðnaðarmönnum eða góðum óvæntum gestum án þess að vera á staðnum. Þú einfaldlega svarar með appinu.


4.990 kr. uppsetningargjald

29.900 kr.

Innivaktin

Það er svo gott að geta kíkt aðeins heim án þess að gera sér sérstaka ferð. Þú kíkir í appið og athugar hvort allt sé ekki örugglega eins og það á að vera.


4.990 kr. uppsetningargjald

9.900 kr.

Útivaktin

Það er ágætt að geta haft auga með hlutunum kringum húsið með appinu þótt þú sért ekki endilega á staðnum. Er grillið nokkuð að fjúka?


19.990 kr. uppsetningargjald

29.900 kr.

Brunavaktin

Fyrstu viðbrögð við bruna geta bjargað mestu. Hafðu slökkvitæki og eldvarnarteppi á góðum stað til að geta slökkt strax áður en eldur breiðir úr sér.


Ekkert uppsetningargjald

14.900 kr.

Okkar vakt lýkur aldrei

Í stjórnstöð Securitas vakta reyndir öryggisverðir öll boð og virkja öflugt viðbragðsafl í samræmi við þau boð sem berast allan sólarhringinn allan ársins hring.

Um leið og boð berast förum við af stað frá stjórnstöð eða þeim vaktbíl sem er næst þér.

Stjórnstöð greinir þau boð sem berast og kalla til lögreglu eða slökkviliðs þegar við á.

Vakt og viðbragð allan sólarhringinn.
Stærsta öryggisstjórnsstöð landsins.
Snör viðbrögð lágmarka tjón.

App sem skiptir máli

Appið er hjartað í Heimavörninni. Þaðan getur þú fylgst með og stýrt aðgerðum með símanum hvar sem þú ert og fengið tilkynningar eftir þörfum. Appið er á íslensku, er einfalt og þægilegt í notkun og uppfyllir alla alþjóðlega öryggisstaðla.

Tilkynningar ef eitthvað óvænt gerist
Opna hurðina fyrir börnunum
Svara dyrabjöllunni
Skoða myndir eða myndbrot úr myndavél
Kerfið sett a vörð eða tekið af verði
Hvenær var gengið um dyr eða þær skildar eftir opnar

Tæknin í Heimavörn

Heimavörn er samsett af mismunandi búnaði sem hentar hverju heimili fyrir sig. Allur búnaður gegnir mikilvægu hlutverki en saman eykur þetta allt öryggi heimilisins.

Vatnsleki getur valdið gríðarlegu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni með eyðileggingu verðmæta. Það skiptir sköpum að fá samstundis boð ef vatn byrjar að flæða frá lögnum, krönum, þvottavél eða ísskáp. Vatnsskynjara er gott að hafa í öllum votrýmum þar sem algengast er að vatn leki.

Innbrotavörn samanstendur af hreyfinemum og hurðanemum. Hurðanemar eru til þess að fylgjast með hvenær og hvort hurð sé opin eða lokuð. Hreyfinemar eru staðsettir í þeim rýmum sem mögulega er hægt að komast inn á heimilið og hægt er að fá þá stillta þannig að þeir nemi ekki hreyfingu gæludýra.

Reykskynjarar eru sítengdir stjórnstöð Securitas sem er alltaf á vaktinni. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörunum hvort sem einhver er á staðnum eða ekki.

Eldsvoðar ógna bæði lífi og verðmætum en með reykskynjara á heimilinu margfaldast öryggið og hættan á tjóni minnkar.

Heimastjórnstöð með eða án skjás tengir alla skynjara heimilisins við stjórnstöð Securitas. Bæði er hægt að fá heimastjórnstöð með snertiskjá eða án. Snertiskjárinn gerir þér kleift að stjórna öllum aðgerðum Heimavarnar á skjánum. Heimastjórnstöð án skjás tengir alla skynjara við appið þaðan sem öllum aðgerðum er stýrt. Að auki er möguleiki að fá lyklaborð þar sem hægt er að taka kerfið af og setja á vörð.

Þráðlaust og stílhreint lyklaborð sem tengist við heimastjórnstöðina. Notað til að taka kerfi af og og setja á vörð. Fylgja með 4 aðgangslyklar.

Securitas í forystu 
í 40 ár

Securitas hefur verið leiðandi í öryggismálum á Íslandi í 40 ár. Við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu og vinnum eftir skýrum og mikilvægum gildum: Árvekni, heiðarleika og hjálpsemi.

Við byggjum á reynslu og fylgjumst vel með helstu nýjungum á heimsvísu. Starfsfólkið okkar er ávallt reiðubúið að vernda mikilvægasta staðinn í veröldinni með þér - allan sólahringinn, allan ársins hring!

Fyrir mikilvægasta staðinn í veröldinni

Takk fyrir að kynna þér Heimavörn. Við erum sannfærð um að hún muni færa þér og þínum aukið öryggi, lífsgæði og hugarró.

Við hlökkum til að hjálpa þér að passa uppá mikilvægasta staðinn í veröldinni!

Panta Heimavörn